Karfa

Wool Week 2020 Hat

Vikuna 3. - 9. október verður Ullarvika haldin hátíðleg hér á Suðurlandi. Þessi Ullarvikuhúfa var hönnuð í tilefni hátíðarinnar sem átti að halda árið 2020 til að fagna 30 ára afmæli Þingborgar, en vegna aðstæðna var hún ekki haldin þá. Nú horfum við fram á að geta haldið vikuna okkar og hlökkum mikið til. Við í Uppspuna erum stolt af að vera þátttakendur í ullarvikunni með Þingborg, Spunasystrum og Feldfjárbændum, en auk þess eru fjölmargir aðilar sem koma að vikunni með einum eða öðrum hætti. Markmiðið er að gleðjast og uppskera með öðrum ullarframleiðendum og unnendum íslensku ullarinnar. Þessi húfa er með skemmtilegu mynstri í tvíprjóni. Við mælum með prjónastærð 3,5-4,5mm og að bæta við 10 lykkjum (einum mynsturbút) við húfuna ef prjónað er úr Huldubandi. Veljið litasamsetningu hér að neðan. 

17

Additional information

Litasamsetningar

Brown and yellow, Black with gray and turquoise, Black and green, Beige and redish brown, Darkbrown and lightbrown, Black and red

Clear