Karfa
Haustfréttir

Haustið nálgast með öllum sínum dásamlegu litum og uppskerutíð. Bráðum fæ ég kindurnar mínar heim af fjall með ullina eins yndislega og hugsast getur. Þá vakna líka alls konar nýjar hugmyndir um hvað væri gaman að gera. Á næstu vikum mun því eitt og annað koma í ljós sem verður í boði í vetur.

Prjónakvöldin verða aftur þriðja fimmtudag í mánuði. Allir velkomnir að koma og prjóna og fá nýjasta kaffispjallið beint í æð.

Nýjar uppskriftir eru í kollinum og pakkningar í ýmis verkefni verða í boði í búðinni okkar.

Opnunartíminn breytist 1. september, en þá verður opið alla daga vikunnar nema sunnudaga. Virka dag frá 9 til 4 og laugardaga 11 til 4.

Fylgist með okkur hér og á Facebook.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email