Karfa
Afmælisafsláttur
Mars er afmælismánuðurinn okkar. Við opnuðum formlega 18. mars 2018, þannig að það eru komin FJÖGUR ár!!!
Þar sem að við eigum afmæli bráðum, þá langar okkur að gefa litla gjöf. Þannig að við bjóðum eina af vörum okkar á afslætti í Mars.
Veturinn á Íslandi er búinn að vera harður. Stöðugir stormar og strekkingur með snjókomu og frosti er búið að vera daglegt brauð nú í febrúar og óvenju margar veðurviðvaranir verið í gildi. Gular, appelsínugular og jafnvel rauðar viðvaranir hafa skipað okkur að vera inni, takmarka ferðalög og festa allt lauslegt sem gæti annars fokið.
Í slíkum veðrum er gott að hafa ullina, svo yndislega og hlýja til að umvefja okkur. Ég á mér uppáhaldstrefil, sem ég hef vafið um hálsinn á hverjum einasta degi undanfarið og það hefur verið alveg geggjað. Það má vera stormur mín vegna, í ullinni hefur mér ekki verið kalt.
En við viljum leyfa fleirum að njóta. Þannig að ég fór í að skrifa uppskriftina fyrir trefilinn og búa til pakkningu sem væri aðgengileg á vefnum og þau sem langar að prjóna slíkan geti þá náð sér í bæði uppskrift og garn og yljað sér á köldum dögum.
Og því ekki að hafa afsláttinn í mars fyrir þessa vöru? Þessa nýjustu sem mesta þörfin er fyrir í kuldanum.
So we did.
Þegar farið er í búðina og klukkutrefll valinn, þá er pakkinn á tilboðsverðinu út mars. Það þarf ekki að setja inn afsláttarkóða eða neitt slíkt. Verðið er með 10% afslætti sem reiknast síðan inn aftur frá og með 1. apríl.
Vonandi líkar ykkur þetta tilboð og trefillinn þegar hann er tilbúinn. :-)
Share on facebook
Share on twitter
Share on email